Sunday, August 15, 2010

Síðasta stopp. Tehran.

Við ókum frá Kashan, hvar við höfðum átt tvo ánægjulega letidaga, og áleiðis til Tehran með viðkomu í hinni helgu borg Qom. Þar lærði Kohmeni sín trúarofstækisfræði en Qom hefur verið trúar og kennslusetur í margar aldir. Þar sá ég loks birtingarmynd trúarofstækisins sem ég hef leitað að um allt land. Konur svífa allar um í Belfigordressinu og ekki er þverfótað fyrir imömum með hvíta eða svarta túrbana eftir því hversu náin fjölskyldutengsl þeir hafa við spámanninn. Þegar við reyndum að komast inn í trúarkomplexið ( ég með chadorinn tilbúin til að mæta öllum kröfum) var okkur endalaust vísað á aðrar dyr. Þegar svo loks okkur var hleypt inn kom þar strax aðsvífandi ungur maður sem vildi einlægt greiða götu okkar. Fyrst þurfti að sækja um skriflegt leyfi fyrir aðgangi, þegar það var komið var farið með okkur í „ foreign relations skrifstofuna“ þar átti að upplýsa okkur um unaðssemdir múslimskunnar og þegar við bentum kurteislega á að viðværum túristar og engan vegin á leið í trúarskipti þá var okkur sagt að við yrðum að hypja okkur út, mættum þó taka myndir ef okkur hugnaðist. Æ svona „ holyer than thou“ kjaftæði fer í taugarnar á mér, eins og raunar allt fólk sem þykist yfir annað fólk hafið.
Óþarfi að fara aftur til Qom.
Leiðin til Tehran var greið, fín þriggja akreina hraðbraut, bílstjórinn ók sem óður væri en það sýnist mér vera lenska hér. Hótelið miðsvæðis, takmarkað internet og BBC í snjókomu. Tehran er ekki falleg borg við fyrstu sýn, Borgarstæðið er að sönnu fagurt við rætur hinna miklu fjalla þar sem Tehranbúar skíða á vetrum, en borgin er víðfem og erfitt að átta sig á henni á svona stuttum tíma. Hún er ekki heldur túrista/neysluvæn, erfitt er að finna kaffihús og veitingastaði og þvælist það aðeins fyrir okkur sem viljum skoða allt á fæti og þurfum því að geta sest niður til að brynna okkur yfir daginn.
Hafandi stuttan tíma og margt að skoða ákváðum við að leigja okkur bíl og bílstjóra auk leiðsögumanns, það var peninganna virði því mikill tími fer í að ná áttum þar sem kort af borginni liggja ekki á lausu og eru á farsí. Rútur yngri getur stautað sig framúr götuheitum því letrið er arabískt þótt tungan sé önnur.
Gimsteinasafnið:Í stuttu máli sáum við stærri og fleiri gimsteina, rúbína, smagraða,emeralda,tópasa,ópal og lapiz lazouli en nokkru sinni áður, og höfum þó séð frönsk, ensk og rússnesk krúnudjásn. Steinarnir voru svo margir og svo stórir að aðeins þeir sem voru hnefastórir fengu athygli, hinir sem láu í haug í vaskafötum víðsvegar um salina voru ekki virtir viðlits.
Þjóðminjasafnið: 5000 ára gömul mannréttindayfirlýsing Cyrusar, hvar hann fjallar um rétt þegna sinna til m.a.....trúfrelsis. Pottar og pönnur, leikföng og listir, vopn og verjur svona 5-6000 ára gamalt, gríðarflott safn enda sett upp af frökkum. Þar standa líka lágmyndir þær frá Persepolis og Necropólis sem ekki rötuðu í Brittish Museum. Bókhald hinnar miklu Persepolis, allt vandlega skrifað á 3000 töflur, er í safni í Chikagó.
Teppasafnið: þar var eðli hluta samkvæmt fjöldi teppa frá öllum hornum Iran, falleg og fín, það örlaði aðeins á græðgi hjá mér, mig langaði í þau ÖLL en í fyrsta lagi voru þau ekki til sölu og í öðru lagi á ég miklu meira en nóg og ekki síst þá er ég ekki viss um að budda ríkisstarfsmanna sé sniðin fyrir svona listaverk,svo en plus voru þau auðvitað ekki til sölu.
Að lokum ókum við upp í sumarhöll Mohamed Reza, Palavi yngri. Þar lét hann reisa sér mikla höll, teiknuð af írönskum arkítektum í amrískum stíl, en húsgögn voru Lois XVI, sevres postulín, kristallinn tékkneskur, Goblinar á veggjum og fyrir gluggum og sérhnýtt persnesk teppi í hverjum sal, 125 hnútar á radj( 7cm) en þéttara verður vart hnýtt. Stæsta teppið sem við sáum þar var 76m2 listaverk frá Mashhad.
Af lífsnautnum: Íranir virðast í fljótu bragði ekki vera mikið lífsnautnafólk. Sjaldan sér maður menn reykja, vatnspípur og þartilgerðar testofur eru sjaldgæf sjón, ekki er hangið lengi yfir ilminum af Burgundi eða litnum á Sancerre, reykilmur wiskís og sætleiki koníaks vefst ekki sérlega fyrir heimamönnum, ekki einu sinni froðuhaus bjórglasins fær athygli því hér er áfengisneysla bönnuð.Ekki gleður kvenpeningur borgarinnar auga gests og gangandi. Þær sem ekki eru sveipaðar hinum svarta chador eru klæddar í sauðalitar kápur, gallabuxur og Iðunarskó að skuplunni ógleymdri. Karlmenn eru myndarlegir og glæsilegir á velli en svosem ekki heldur klæddir eins og í París Ekki sökkva þeir sér i feitar steikur eða grillaða smáfugla, fyrir auga ferðamannsins ber fátt spennandi til átu. Grillað kjöt og bragðlitlar súpur eru það sem við höfum fundið, mikið er borðað af ósöltu þunnu flatbrauði.
Rútur hafði sent meil á ræðismann Íslands þegar við komum og hringdi hann um leið og hann kom til borgarinnar og vildi fyrir alla muni sýna okkur borgina, en þar sem við höfðum notað tímann vel þá varð úr að hann byði okkur út að borða. Hann mætti á lítilli rútu og fór með okkur til Alibaba sem gerir besta ís sem ég hef nokkru sinni smakkað enda 14 brögð þar samankomin, saffran, pichstasio, valhnetur, rósavatn svo nokkur séu nefnd. Þvínæst var haldið á gamlan hefðbundinn veitingastað.
Hann hafð kallað saman nokkra vini og var vel veitt af mat sem reyndist, okkur til mikillar ánægju, bragðmikill og fjölbreyttur, undir máltíð var leikin hefðbundin írönsk tónlist, söguljóð sungin, með mikilli tilfinningu við fögnuð gesta sem voru greinilega úr efri stéttum samfélagsins. Þetta var skemmtilegur og óvæntur endir á Tehran dvölinni og stigum við södd og sæl hlaðin gjöfum um borð í lestina um miðnætti.
Lestarferðin var þægileg, matur með ágætasta móti og fyrr en varði vorum við komin að landamærum Tyrklands.Þar tók við passaskoðun og almennt eftirlit, gekk þó frekar fljótt fyrir sig enda þurfa Íranir ekki vísa til Tyrklands.Helmingur samferðar kvenna kastaði skuplunni og hinum hefðbundna búningi, ekki varð ég þess vör að karlmönnum væri brugðið við það. Heldur hægði á ferð eftir að við höfðum farið yfir landamærin og biðu okkar mörg óútskýrð stopp. Mörgum klukkutímum seinna fórum við svo um borð í ferjuna Van (ekki the man) sem fleytti okkur yfir Van-vatn. Við höfðum hugsað okkur gott til glóðarinnar, ég var búin að panta g&t, Rútur Arak og ólífur og strákarnir froðufelldu við tilhugsunina um ískaldan bjór, en nú var Bleik heldur betur brugðið. Ekkert áfengi fékkst um borð, hreintrúarmenn ( sem eru nú í meirihluta í þinginu) höfðu lagt af allt slíkt daður við djöfulinn og kóladrykkir boðnir í staðinn. Þetta þótti okkur súrt en fleygðum okkur þess í stað bara í stóla, drógum upp bækur og sleiktum sárin. Sem ég skrifa þetta sit ég úti á þilfari og horfi á birtingu, Rútur og Grímúlfur sofa en Jr. Situr hér með mér og dáist að fegurð himinsins, enn dulítið pirraður út í svartklerka.Fyrir höndum eigum við bróðurpart Tyrklands en næsta stopp er hin fagra Istanbul við Bosporussund.
Af lestarferð í hinum „ frjálsa heimi“
Lestarferðin um hið mikla og víðfeðma Tyrkland var næstum þrautarganga. 12 tíma seinkun, endalaus óútskyrð stopp, enginn matarvagn, engin tungumálakunnátta. Þar sem hinn kúgaði heimur hafði staðið sig óaðfinnanlega í öllu sem viðkemur kemur lestum fengu Tyrkir lélega fallenkun.
Við komum til Istanbul rétt í tæka tíð til að ná fluginu til Parísar. Óþarft að taka það fram, en París er lang flottust.
Lýkur hér minni frásögn af ferð hinna fræknu um um hinn kúgaða heim.

Wednesday, August 11, 2010

Qom

To me Quom is a shithole, full of religious bigotry, mullas and Belphégoresque women. The one place in this country that I have disliked from the very beginning. There is nothing more to be said.

Culinary Desert

As I have said before, exciting and inventive cuisine was left behind in East Asia. Central Asian cuisine is simple, Russian influenced. But moving over to Iran was a huge disappointment in the culinary sense. Mashhad has three million inhabitants and 20 million pilgrims per year, so one would expect lots of restaurants. But no. Fast food joints selling sandwiches with spaghetti bolo, hot mortadella like sausage, sometimes shawarma. The hotels serve pre-cooked meals, micro wave heated. After the first week I was desperate, three weeks of sandwiches and ground meat shish kebabs. Then we found a resaturant in Shiraz, serving real food. Not specially inspired cooking, but cooked to order. We went twice. Rice is the staple food, fish and rice, chicken and rice, kebab and rice. Always mounds of rice. But we didn‘t come to Iran for the food, we had been warned and came all the same. No one to blame but us.
But they do have a brilliant drink for the heat. In the „stans“ it is called ayran, here doogh. It is a yogurt based drink, sour, salty, sometimes fermented and slightly fizzy. Excellent stuff when the temperature reaches 45°and above.
But the lack of restaurants is in fact quite strange. Maybe there are a lot of restos, just unmarked and thus invisible to the uninitiated. Ort, as I suspect, there simply aren‘t that many. Tourism isn‘t developed and the locals do not spend their time in bistros. We went to a restaurant yesterday. It could seat 100 customers, but there were only two when we arrived. On the menu, 1 starter & 1 main course, squashed eggplant, similar to the Syrian moutabal and a soup with meat & vegetables. And resaturants, serving „traditional Iranian food“ all have the same five to ten dishes on the menu.

Coffee.
Coffee is strangely difficult to come by. Yes this is tea culture, but when one sees a sign saying Coffee house, one expects coffee to be available. But no. No coffee. We went in to one of these „coffee houses“ and asked for espresso. Yes of course. But nothing happened. So we asked after ten minutes. „It‘s coming, but the espresso machine was not turned on and it will take 15 minutes to heat it up“. Half an hour for a cup of coffee. We gave up.
Another example. „Do you have coffee?“ „Yes“. „Do you have espresso“ „Yes Nescafé“. „No espresso“ „What is that?“ End of conversation.

More Trains

We took a train from Alma Ata to Shymkent. It was a classic Soviet first class, or „soft“ as they used to call it, two berth cabins, samovar at the end of the wagon, endless supply of tea, resto, ambulant service selling food, beer, water, soft drinks. From Shymkent a taxi to the border, walked across, took another taxi to Tashkent, train to Samarkand, then to Bukhara, taxi to the Farap border, walked across the Uzbekh border and then about 1 kilometre through a barbed wired corridor over to the Turkmen side. The temperature was 50° in the shade, we were not. A taxi to the Turkmenabad train station.
The night train to Ashgabat was crawling with cockroaches. It took an hour of fumigation to rid ourselves of the vermin. It was the first time during the trip that we encountered cockroaches. The train was different in many ways. There was no restaurant, there was no ambulant service, selling drinks and/or food. One could get tea from the wagon attendant and late in the evening he brought out bottles of vodka as well. Private enterprise. Otherwise uneventful. Price 12$.
Leaving Turkmenistan we took a taxi to the first check point on the Turkmen side, we had to wait for a minibus to take us the 25 km to the second checkpoint. There our passports were checked four times before we were allowed to proceed to Badgiran on the Iranian side. Smooth transition from Turkmenistan to the Islamic Republic and no regrets.
Travels in Iran differ from the rest of the trip, as most is done by car. The train from Mashhad to Yazd is undoubtedly the best train yet. Four berth cabins, but bigger then the ones we have traveled with so far. Plenty of head space, even with the upper berths down, broad corridors, broad berths, good linen and service. A first class night train. We were told by local people that it is the best train in Iran, made so by the government for pilgrims to Imam Rezas Mausoleum in Mashhad, the second most holy place in Islam after Mecca. I don‘t really care why it is good, I just enjoyed the fact that it is. The only train ride left is Tehran-Istanbul and I just hope it will be as smooth.
Cars.
THE car in Iran is Peugeot. I don‘t know why, but somehow the French car industry has made it‘s mark her. Renault and Citroen can be seen, usually old, but Peugeot is the CAR. Of course there are some BMW, Landcrusers and the occasional Porsche, but as exceptions from the rule. The rule is in imported cars is Peugeot.

Shashlik in Ashgabat

The shashlik at the Russian stalovaia next to our hotel in Ashgabat was excellent. That sums up the excellence in that city. New Ashgabat is grotesque, old Ashgabat is charming, but rapidly disappearing, victim of megalomania, personality cult verging on the ridicule and unbelievable lack of taste and decency. It is worse than Pyongyang and the Great Leader seems modest and humble by comparison. Niyazov, a.k.a. Turkmenbashi and his rumored illegitimate son and successor, Berdimuhamedow make the Soviet Union seem like a regime of reason, taste and good sense. Turkmenbashi was alright while he was just the leader of the Turkmen Communist party, he towed the Moscow line and behaved. But when the Union came crumbling down around him, he seems to have lost all sense of reality. Golden statues, one rotating so that he is always facing the sun, white marble palaces, some housing Ministries, like the Ministry of Fairness, Ministry of Turkmen Values, Ministry of Horses and last but not least Ministry of Carpets, others just built for the sake of building white marble monstrosities, around nothing at all. The Turkmen government is a single-party system and is not considered to meet even the most basic standards of democracy. Turkmenistan is among the twenty countries in the world with the highest perceived level of corruption, 1.8 on a scale of 0 (most corrupt) to 10 (least corrupt) in 2008.
Turkmenistan ranked second to last on Reporters without Borders freedom index, just before N-Korea. Former president Niyazov so thoroughly oppressed his people that they do not ask questions. At least not openly. Whole streets of marble clad palaces are walled of behind 4 meter high steel partitions. Why? „May be restoration work“ is the answer offered. Why are all the museums, the Arch of Neutrality, the famous Turkmenbashi Cableway, the Zoo & the Circus closed. „May be restoration work“. We went to the Circus, having been told that it was open and performing every day. It was closed. We found a way into one of it‘s offices and found a clerk. „Will there be a performance tonight?“ „No“. „Next weekend?“ „No“ „When will the next performance be“ „Maybe in August or September“ „Why is the circus closed“ „I don‘t know, may be restoration work“. Better not ask questions, you might have your head bitten off. In Ashgabat the neolithic marble palaces seem little but Potemkin screens, there are no people in them or around them. New Ashgabat is not for people, there are no shops, cafés, restaurants, markets, fast or slow food. And no people. All that you see in old Ashgabat, but unfortunately the old is being leveled to make way for the new. Our guide told us proudly „All this will disappear.“ There are few netcafés in Ashgabat and one has to show a passport, there is no Facebook access in Turkmenistan and there is a curfew after 23.00. Journalists are banned from entering the country.
As can be gathered from the above, I was not impressed by Turkmenistan, Turkmrenbashi, nor his legacy.

Trains.

The trains we have taken in Kazakhstan and Uzbekistan have been first rate. We have had two and four berth cabins the restaurants have been acceptable, if uninspired. We have bought meals from ladies selling food on the platform. On the way to Bukhara, a lady brought us a meal to our cabin. It was sausages, mashed potatoes , fried egg and a salad. It was a good meal and reminded me of my first meal on a Russian train twenty years ago. The restaurant had an extensive menu and I spent a lot of time putting together a three coursed meal. When the waiter came to take my order he listened politely to my complex request and said „we have sausages and mash“.
But it is definitely an improvement to when I lived here 20 years ago. Then I remember going from Moscow to Arkangelsk and there was nothing to be had but warm sausages and bad beer. Same on the way to Yalta, except they had boiled potatoes instead of sausages. And I find it surprising that there are no direct trains between Kazakhstan and Uzbekistan, nor Uzbekistan and Turkmenistan. I would have imagined better transportation between former Soviet countries.
But train travel is still relatively cheap. The overnight train from Turkmenabad to Ashgabat costs 15USD and similar from Alma Ata to Shymkent. The only problem I have encountered so far is lack of electricity. Sockets don‘t work or are inexistant. It has been difficult to load laptops, ipods & cameras. But it has usually been possible to plug in in the train attendants cabin.

Monday, August 9, 2010

Yazd.

Yazd.
Eftir nótt í flottustu lest sem ég hef ekið með komum við til Yazd, sem er skv. sögn heimamanna sú borg í heimi hér sem hefur hve lengsta sögu, samliggjandi. Íbúar Aleppo og Damaskus hafa svipaða sögu að segja og mér er slétt sama hvaða borg er elst, Yazd er arfagömul.
Við vorum sótt á brautarstöðina og ekið inn í hjarta gömlu borgarinnar og sett af á pínulitlu, fallegu og sjarmerandi ( nýuppgerðu) hóteli í hjarta gamla bæjarins. Svo hófst hinn hefðbundni rúntur á milli moska og mónumenta, bazara og safna.
Þegar hér var komið í ferðinni höfðum við lært okkar lexíu og höguðum okkur eins og heimamenn, notuðum svala morgunsins og lögðum okkur milli 3-7 og tókum svo seinni hluta dags eftir sólsetur. Heimamenn borða aðalmáltíð sína um kl 1400, leggjast svo á meltuna og fara aftur af stað þegar tekur ögn að kólna. Kvöldverður er óverulegur, te og melóna, etv. bakki af ávöxtum.
Gamli bærinn er völundarhús af misyfirbyggðum einna hæða bazar-göngum, þökin eru kúpt til að fanga hitann og losa út um gat í miðri hvelfingunni, að ofan líta þessi þök út eins og röð af fallegum brjóstum. Liturinn er ljósbrúnn, hlaðnir veggir þaktir stráblönduðum leir sem hentar veðurfarinu því hann „andar“.
Yazd er úti í miðri eyðimörkinni og furðar maður sig á því að nokkrum heilvita manni skuli hafa dottið í hug að á þar. Eðlilegasta skýringin er auðvitað sú að þar hafi verið vin og úlfaldalestirnar stoppað á leið sinni austur/ vestur. Marko Pólo segir borgina hafa verið „a fine and splendid city and a centre of commerce“ Genghis Kahn og Timor áttu leið þarna um án þess að leggja hana í rúst og Yazd blómstraði á 14-15 öld. Silki, vefnaður og teppi voru framlag heimamanna.
Svo þegar fólki fór að fjölga og þörfin fyrir vatn jókst þá tóku menn sig til og fóru að leita að brunnum og fundu. 100 metra ofan í jörðinni fannst þetta fína uppsprettuvatn og tóku menn sig þá til og grófu áveitur í öll hús, óþrifaleg og erfið vinna en ábótasöm þar sem hvert hús fékk vatn til afnota og ekki síst til kælingar. Flest hús, eins og víðar á þessu svæði, hafa amk eina hæð undir yfirborði jarðar, stundum tvær og flytur fjölskyldan niður yfir heitasta tímann, loftræsting og kæling eru ótrúlega áhrifarík og setja kæliturnarnir ( turnar byggðir þannig að minsti andvari er fangaður og beint niður í dýpsta kjallara um leið og heitu lofti er beint upp og út) mikinn svip á gamla bæinn.

Shiraz.
Shiraz er stórborg og háskólaborg. Hún er 2000 ára gömul átti sín gullaldarár á 13.-14. öld og þekkt fyrir rómantík, skáld og vín. Hér er Hafez grafinn og sitja heimamenn í hinum rósum prydda garði sem umlykur gröfina á kvöldin og lesa ljóð hans fyrir hvorn annan. Við keyptum okkur ljóðabók og lásum líka og sannarlega skilur maður hrifningu heimamanna á þessum rómantíska bóhem. Í borginni er svosem ekkert sérstakt, fyrir utan mannlífið, sem fangar mann. Aðal aðdráttaraflið er auðvitað Persepolis, sem mig hefur dreymt um að sjá síðan í bernsku þegar ég skoðaði myndir í bókinni „Heimurinn okkar“. Við leigðum okkur leiðsögumann og bíl og eyddum einum degi í að skoða þessa dásemdog að pumpa leiðsögumanninn um daglegt líf í Íran. Persepolis er ógleymanleg og frásagnir leiðsögumannsins eftirminnilegar og fræðandi. Hún lá ekkert á skoðunum sínum á stjórnvöldum, sagði þau blind af trúarofstæki og þröngsyni, sagði ekki nema 15% þjóðarinnar styðja forsetann, en það væri þó stór hópur Írana sem styddi stjórnvöld í baráttu sinni fyrir sjálfstæðri stefnu í innanlandsmálum.
Sem fyrr voru heimamenn hinir elskulegustu, forvitnir og spurulir og fyrr en varði var búið að bjóða strákunum í partý þar sem bæði rokk, ról og vodki var borinn fram, stjórnvöldum bölvað og framtíðardraumar ræddir eins og vera ber. Við Rútur fórum á bíó, sáum gamanmynd sem var auðvitað á Farsí EN húmor er alþjóðlegur og höfðum við mikla skemmtun af og hlóum hátt.

Esfahan.
Esfahan er demantur hinnar gömlu Persíu og ein fallegasta borg hins íslamska heims. Þar eru samankomin byggingarlistaverk sem eiga sér engan líka í víðri veröld. Þar eru 1000 ára kúpólur sem sagðar eru dæmi um hina fullkomnu stærðfræði, kúpólur sem staðið hafa af sér fjölda jarðskjálfta en ekki haggast, þar eru kúpólur sem bergmála sjö sinnum hið minsta hljóð, þar eru einnig kúpólur sem eru þannig hannaðar að ef hvíslað er í einu horni þá berst hvíslið upp og eftir loftinu, niður i gagnstætt horn og skilar sér með sama styrk, þar er hægt að tala lágt frá ákveðnum punkti og hljóðið berst í óbreyttum styrk á þar til gerðan punkt 50 m fjær. Þar verður maður agndofa og orðlaus af virðingu fyrir byggingarfræðingum, stærðfræðingum, eðlisfræðingum að ógleymdum listamönnunum sem teiknuðu, máluðu,brenndu og skáru hina turkisbláu mósaík.
Verandi enn og aftur á litlu original hóteli í miðjum bazarnum hófum við för okkar alltaf á því að þræða krákustígana og horfa á kaupmennina setja upp stalla sína, við þóttumst nú hafa séð þetta allt áður þegar við duttum inn á Imam Torgið. Það er gríðar stórt, u.þ.b. 4 Laugardalsvellir, umkringt bogadregnum tveggjahæða göngum. Þrjár gullfallegar moskur standa við torgið og ein höll.
Torginu er skipt niður í grasreiti sem eru stúkaðir af með göngustígum og gosbrunnum. Á kvöldin safnast heimamenn saman þarna, leika sér, kjafta, drekka té, sýna sig og sjá aðra. Við fundum tehús uppi á þaki við enda torgsins og höfðum frábært útsyni. Rútur pantaði te og nargile. Þjónninn vildi endilega setja pípuna á gólfið og þegar hann var spurður af hverju við gætum ekki haft hana á borðinu eins og aðrir stóð ekki á svarinu: Þið hafið með ykkur konu, svo dró hann fingur yfir hálsinn og ranghvolfdi í sér augunum. Konur reykja ekki opinberlega í Esfahan.
Skítt með það, ekki truflaði það mig, hitt þótti mér skrýtnara að ekki fundust nein spil á öllum markaðinum. Við höfðum, daginn áður tekið tali ungan teppasala sem var ljómandi mæltur á enska tungu og leituðum við hann uppi til að spyrja hverju sætti. Trúarlögreglan hafði þá viku áður tekið ÖLL spil úr umferð, sennilega verkfæri djöfulsins eins og í Evrópu miðalda.. En eins og sagan sýnir og sannar þá finna menn ráð við öllu og teppastrákur hringdi í vin sem átti vin, stökk á vespuna sína og kom lymskulegur með pakka af spilum í svörtum plastpoka og afhenti okkur gegn vægu gjaldi bak við luktar dyr. Ég hef ekki staðið í svona lymskuspili síðan ég keypti hass á táningsárum mínum í Reykjavík.
Bænakall er með fjölbreyttara móti, ein rödd eða tvær, stundum raddað og stundum kór djúpra radda og jafnvel bumbusláttur. Bænakall er þó fyrirferðarminna og sjaldgæfara en við eigum að venjast í löndum múslima.
Íranir eru ung þjóð, meðalaldur er 28 ár og eru börn bókstaflega út um allt. Þau eru greinilega hluti af pakanum því það er sama hvort við erum inni á söfnum, í moskum, görðum eða á veitingahúsum um miðnætti, allstaðar eru börnin með, alveg frá fæðingu. Þau eru vel upp alin og prúð svo þau eru alltaf til yndis.
Þegar við löbbuðum undir miðnætti heim eftir galtómum og harðlæstum bazarnum undir vökulum augum lögreglu komum við að mosku þar sem stóðu mikil hátíðarhöld, við stöldruðum við til að hlusta og vorum samstundis sjanghæuð inn, fengum köku og djús, ég send aftast til þeirra svartklæddu en strákarnir settust með karlmönnunum og þarna hlustuðum við á skemmtilegt samspil immamsins og safnaðar, Immaminn hrópaði svo hátt að ég hrökk við í hvert skipti sem hann hóf röddu sína og söfnuðurinn tók fagnandi á móti og söng viðlagið. Það var búið að skreyta allt með persneskum ( vélhnýttum að vísu) teppum og blómum, mislitum ljósum og glingri. Þegar við svo yfirgáfum fögnuðinn var okkur sagt að þetta væri minningarathöfn um fyrsta immamin Ali. Það er alltaf þakkarvert að fá að vera með heimamönnum á jafningjagrundvelli.

Kashan.
Fyrri degi í Kashan eyddum við í leti við spil og lestur í aldingarði hótelsins. Þegar okkur fór svo að svengja um kvöldið var lagt af stað eftir leiðbeiningum þvaðursins í „Lonely Planet“ . Skv. bókinni þá skartar Kashan einum fegursta og upprunalega persneska garði Íran. Það reyndist auðvitað bull eins og svo margt í þessari arfa vitlausu túristabók. Fin garðurinn var sannarlega með áveitum og honum skipt niður skv ströngustu reglum, En hann var pínulítill, skartaði engum blómum né runnum sem orð er á hafandi, tré öll harðgert barr og beð þur og skorpin. Ég hef séð fallegri garð á Akureyri, Iceland.
Hvað sem því líður þá stendur líka í þessari vitlausu bók að garðurinn sé umkringdur úrvals veitingahusum, en ef kofaskrífli með útskeifum dívönum, slitnum súmökkum og einu kolabretti er veitingahús þá er Bleik brugðið og honum var!
Hvað sem því líður þá ákváðum við að fá okkur te og nargile meðan við spyrðumst fyrir og flettum í bókum, en viti menn, ekkert nargile, trúarlögreglan hafði sumsé ákveðið að nargíle væri af hinu illa í Kashan og fjarlægt allar pípur, ég er nú orðin svolítið þreytt á þessari trúarlögreglu og vitleysisganginum í kringum hana. Þó verður að taka fram að lögregla er ekki áberandi hér nema aðeins á kvöldin, áreyti við útlendinga er óþekkt og öryggi með því besta sem gerist. Við fundum að lokum veitingahús með borði og stólum, loftkælingu og viftum, á matseðlinum var kjötsúpa. Eitt er víst að ekki borðar maður á sig spik hér enda heimamenn grannir og spengilegir langt fram eftir aldri.
Að lokum er rétt að taka fram að hér þarf maður ekki að standa í þrasi yfir verði á hlutum, enginn reynir að hafa af þér fé, leigubílar gefa til baka þegar of mikið er borgað,ekki er smurt á reikninginn á veitingarhúsum, eitt verð fyrir alla, betl sést ekki hvað þá fjandans backsheesh-ið.
Nú sitjum við á veröndinni og borðum morgunmat, te, brauð,hunang og ávexti. Á prógramminu er basarinn sem skv. Einmanajörð er einn sá stæsti í Íran.
Næsta stopp er hin heilaga Qom, þar þurfum við að berja augum helgidóm systur Imam Reza og svo er stefnan tekin á Tehran, höfuðborg ríkisins.
Má reykja þar?
Má spila á spil þar?
Er Belfigor jafn áberandi þar?
Er fólk jafn elskulegt í höfuðborginni og til sveita?
Er hægt að fá ætan mat þar?
Gengur ungt fólk öðruvísi til fara þar?
...........allt þetta kemur í ljós á næstu dögum, lokadögum ferðar hinna fjögurra fræknu um heim hinna kúguðu.

Tóta slæða...í nokkra daga í viðbót.

Mashhad.

Mashhad.
Mashhad er önnur stæsta borg Íran og sú allra heilagasta, Á eftir Mekka er Mashhad mest sótt af pílagrímum múslima. Borgin telur 3 miljónir íbúa, en 20 miljónir pílagríma sækja hana heim á ári hverju.
Áttundi Imaminn, Imam Reza ,var myrtur hér og þar af heilagleikinn. Aðalaðdráttarafl borgarinna er Haram-E-Razavi helgisetrið og er það að mörgu leiti merkilegur staður. Fyrir trúarbyltingu stóðu saman þrjár moskur með tilheyrandi í hálfgerðri niðurníðslu, en eftir að Khomeni og kónar hans komust til valda hefur verið stöðug uppbygging og miklar endurbætur verið gerðar á þeim byggingum sem enn stóðu.
Helgisetrið er gríðarstórt og telur yfir 70 hektara. 10 moskur, glæsilega skreyttar af íslömskum og írönskum sið standa saman á þessu svæði með tilheyrandi þjónustu. Skólar, söfn (þar mátti m.a. finna fyrstadagsfrímerki af forsetum Íslands í myntsafninu), matstofur, lessalir, teppageymslur ,hreinlætisaðstaða, eldhús, hvíldarsalir svo fátt eitt sé nefnt til.
Endurbygging og nýbyggingar allar gerðar í sama íslamska stíl, fegurð og aftur fegurð. Það sem okkur fannst einkenna lífið í þessum moskum var fjölbreytnin og hversu innilega afslappað lífið var þarna.Konur biðja við hlið karlmanna, ekki fyrir aftan, konur og karlar sátu saman í hvíldarsölum, konur með smábörn í hóp, táningar hengsluðust eins og þeirra er von, börn hlupu um og ærsluðust, sumir sváfu aðrir lásu allt í friði og spekt. Ég trúavillingstúristinn þurfti auðvitað að bera chador innan veggja helgidómsins og get fullyrt að það er óþolandi heitt og flækir fyrir öllum hreyfingum, en ég er auðvitað ekki vön.
Grænn er litur íslam og eru öll gólf sett ljósgrænum marmara, gosbrunnar grænir, borðdúkar og servíettur í grænum tónum, þetta var allt mjög þægilegt, litur skurðstofunnar er líka grænn um heim allan.
Fyrstu kynni okkar af heimamönnum einkenndust af hispursleysi og glaðværð. Hvar sem við komum stoppaði fólk, spurði hvaðan við værum, brosti og óskaði okkur ánægjulegs ferðalags um Íran. Hinir svörtu chadorar setja sterkan svip á görumyndina, en þær konur sem þá bera eru alls ófeimnar við að heilsa brosa, taka mann tali og það er auðvitað óþarfi að taka fram að strákarnir nutu hylli svartklæddra íranskra stúlkna, en menn ávörpuðu mig óhræddir og konur Rút.
Að kvöldi dags brugðum við okkur í dýragarðinn, það þykir okkur gaman. Þar var fullt af fólki, 15 tígrisdýr sem urruðu hátt, 10 löt ljón og þar við hliðina á slatti af Pekinghundum, það þótti okkur kostulegt. Það hljóp þó á snærið hjá heimamönnum, því ný tegund var mætt til sýnis...hin fjögur fræknu, hvítklædd og sumir með hatt.
Kossar frá Íran á sjálfum Bastilludeginum.
Kæru vinir og frændur, hér kemur enn einn langhundurinn og nú frá Ashgabat.

Ashgabad er hnallþóra af stærri gerðinni. Borg Turkmenbasa er yfirfull af ofskreyttum hvítum marmara höllum, gullstyttum, lampaprýddum breiðgötum og öðrum mónumentum tileinkuðum afrekum hans og heimspeki.
En viti menn, hvergi er gert ráð fyrir fólki innan um þessar hallir og þessi gríðarmiklu torg, hvorki kaffihús né veitingahús, hvorki almennings salerni né verslanir, það er ekkert nema tertuhallir.
Við höfðum ákveðið að fara í sirkus eitthvert kvöldið því splunku nýr stór sirkus er við hliðina á hótelinu. Sirkusinn var lokaður og enginn gat sagt okkur hvort né hvenær hann yrði opnaður. Ung stúlka sem sat í hliðarherbergi í kjallara upplýsti okkur um að það yrðu örugglega tónleikar á afmæli forsetans....en hann á afmæli í júni, á næsta ári altså!

Það var nú í lagi því við höfðum merkt við tvö söfn sem við höfðum hug á að skoða, minningasafn um jarðskjálftann 1948 sem lagði borgina í rúst og drap tvo þriðju borgarbúa og teppasafnið, en handunnin teppi héðan eru gersemar. Bæði söfnin voru lokuð og enn gat enginn sagt okkur hvort eða hvenær þau yrðu opnuð.
Sigurboginn, sem er aðalminnismerki borgarinnar og á hverjum trónir hin fræga gullstytta sem snýst þannig að sólin skín alltaf framan í leiðtogann var auðvitað lokaður. Miðborgarhnallþórurnar voru allar girtar af með 4 metra háum stálflekum.
Eldri hluti borgarinnar er lágreistur og frekar kósy, en dagar gamalla hverfa eru löngu taldir enda henta lítil pastellit hús ekki þeim marmarasóða sem hér ræður ríkjum. Hreinir strætisvagnar aka eftir helstu breiðgötum eftir öxlinum og karlar sitja aftaní konur fyrir framan. Ungir standa upp fyrir eldri meðborgurum, strætó er ókeypis. Borgin er tandur hrein, götusóparar útum allt og hvergi rusl né veggjakrot, nóg af ruslafötum.
Túrkmenar eru ólíkir frændum sínum Úzbekum, þeir eru mun líkari Evrópubúum í útliti þótt sannarlega megi sjá mongólsk augu og andlitsbyggingu innanum. Konur klæðast skósíðum munstruðum kjól og bera klút á höfði, karlar eins og Úzbekar og Kazakkar snyrtilegir í skyrtu og buxum, allt pressað og fínt. Rússnesku kunnáttu Túrkmena er hinsvegar ábótavant og oftar en ekki tala menn bara turkmensku. Bílafloti í takt við terturnar, alltof stórir og fyrirferðamiklir af öllum þjóðernum.
Fáa sáu við á ferli fyrsta daginn en það tíðkast etv ekki að fólk sé að spássera sér til skemmtunar í 50°c.

Næsti dagur í Ashgabad: Morgunverður af klassískri gerð, internet hótelsins lamað, eins og lyfturnar og sánað, en okkur bent á internet handan við hornið, ljómandi tenging án sérþarfa eins og feisbókarinnar og bloggs. Þaðan fórum við að leita að Jóhönnu Kristjóns, en við vissum að hún var í bænum. Hún hafði sloppið út af hótelinu sínu áður en við komum svo við skutluðumst í bankann til að taka út pening...en urðum frá að snúa vegna þess að passarnir voru á hótelinu og visakort með mynd gildir ekki. Þaðan ókum við að kláf ferjunni sem átti skv. bókinni Lonely Planet, að bera okkur upp 1265m til að fá útsýni yfir borgina og borða hádegismat.
Kláfurinn var hinsvegar ekki starfandi frekar en svo óskaplega margt í þessari hnallþóruborg. Á heimleiðinni ókum við framhjá 35 marmara háhýsum sem virtust tóm og hinu 100.000m2 bókasafni sem skv. prívat heimildum stendur tómt en innlendar heimildir segja að sé stæsta bókasafn heims og eigi flestar bækur, sennilega margar eftir hinn skínandi leiðtoga.
Við rússneska bazarinn hittum við Jóhönnu sem var að koma úr skoðunarferð um borgina með leiðsögumanni, við fórum á 5 stjörnu hótelið hennar sem er eins og okkar hótel, tjah frekar lokað.Við settumst á sundlaugarbarminn og ætluðum að panta okkur drykk, en barinn var lokaður! Þar sátum við og skiptumst á lífsreynslusögum, hlógum hátt og reyktum sígarettur frá Pyongyang.

Rútur yngri fór hinsvegar að sýna merki ógleði og fór heim , Grímúlfur fór aðeins seinna en við fórum í útréttingar. þegar við komum svo á hótelið okkar klukkutíma seinna hafði Grímúlfur verið í hjúkrunarhlutverki að reyna að kæla bróður sinn með öllum tiltækum ráðum, köldum handklæðum, loftkælingu og ís. Hann var við mælingu með 41,3 svo ég ákvað að hringja á lækni......heimamenn vita meira um svona sólstingi en ég. Í móttökunni var mér sagt að læknastofan væri lokuð!!!!!! og óvíst hvenær/ hvort læknir kæmi!!!!!!, svo ég urraði og hvæsti um þjónustu og fimm stjörnu hótel, æsti mig í fyrsta skipti í ferðinni.
Það kom skömmu seinna kona í sjúkrabíl, í hvítum slopp með hatt eins og Beina Bjarni á Landakoti í denn, hún fékk sjúkrasögu í genum túlk og gaf stráknum sprautu og sagði“ ekki sól, ekki út, sól voða hættuleg, þið alltaf úti að ganga, starfsfólk hótels segir að þið gangið og gangið, ekki gott, of heitt“

Við ákváðum því að borða á litlum restó sem skv. bókinni á að vera frambærilegur og er hér við hliðina á hótelinu, viti menn hann var lokaður og hafði verið lengi. Við fundum rússneska stalovaju í næstu götu og fengum okkur shaslikk með lauk og túrkmennskan bjór sem er ljómandi góður.

Ekki sjást leigubílar á götum borgarinnar en auðvelt er að veifa bíl og verðið sanngjarnt, 1-2 dollarar fyrir skutlið, það er ekki of dýrt ( þótt ferðirnar séu oftar en ekki að lokuðum dyrum) og hreinn gróði fyrir heimamenn því hér kostar bensínlítrinn 20 cent.


Síðasti dagur í Ashgabad. Snemma á fætur þrátt fyrir fótboltasjónvarpsgláp langt fram á nótt. Fyrsti áfangastaður átti að vera dýragarður Ashgabad og okkur til lítillar undrunar komum við enn að lokuðum dyrum.
Nú gæti einhver spurt“ er ekki hægt að spyrja í móttökunni hvort sé opið eður ei“ og svarið við því er nei. Það er að sönnu hægt að spyrja en það veit enginn neitt, „getur þú þá hringt fyrir mig“? „Nei ég veit ekki númerið og veit ekki hvernig ber að nálgast það“!!!
Hvað með það, við húkkuðum okkur bíl, skínandi fína Volgu og karl sem talaði reiprennandi rússnesku og fengum hann til að aka með okkur út í eyðimörkina til að skoða Tolkuchka Bazarinn.
Hann er staddur út í Karakum eyðimörkinni 10 km suður af borginni og þar úir og grúir af allskonar vöru, allt frá loðhöttum í sýrða mjólkurdrykki. Kameldýr og geitur, teppasalar og skartgripasalar, Ashgabatar á öllum aldri, ekki sást túristi nema hin fjögur fræknu. Svo heim á hótel í hvíld, enda enn 50°c í forsælu og við að passa okkur.

Þaðan var haldið gangandi eftir ólæsu korti að glápa á stríðsmónument. Það kom berlega í ljós í móttökunni að, a) enginn kunni að lesa á kort, b) enginn vissi hvar mónumentið var staðsett. Við hafandi verið í borginni í fjóra daga þóttumst geta séð að það var í hjarta borgarinnar svo við lögðum af stað í þriggja klukkutíma göngutúr, skoðuðum minnismerkið sem var gríðar fagurt, umvafið gosbrunnum og trjágróðri, þaðan köstuðum við svo kveðju á hinn hringsnúandi leiðtoga áður en við tókum stefnu á kvöldverð, að þessu sinni á dæner uppá amrísku, sem reyndist opinn og bar fram nær óæta hamborgara, en bara svona uppá skemmtunina þótti hann vera við hæfi.
Allt er dýrt í Turkmenistan, 5$ fyrir innanbæjarsímtal, 8$ fyrir að þvo einar buxur og strauja ( hingað til hefur kg.af hvítum þvotti verið milli 1-2 $).
Ég svoði bara sjálf í baðkarinu það er nú ekki mikið mál fyrir röska konu.

En nú er komið að lokum þessa –stan kafla ferðarinnar. Á morgun förum við yfir Bagdjiran landamærin inn til Iran. Turkmenistan er það land hér sem ég skil síst í. Auðvitað er ekki tekið með silkihönskum á uppreisnarseggjum en þjóð sem horfir á infrastrúktur samfélagsins blæða meðan gullstyttur og rjómatertur spretta eins og gorkúlur út um allt, án þess að rísa upp er mér óskiljanleg.. Hér var öllum sjúkrahúsum og bókasöfnum á landsbyggðinni lokað þvi leiðtoginn var kominn í fjárþurrð, hér virkar einhvernvegin ekkert og fólki virðist vera nokk sama, áhugaleysi, þekkingarleysi,skortur á forvitni um umhverfi sitt og skortur á þjónustulund virðist mér alltumlykjandi. Ég á trúlega ekki eftir að koma hingað aftur frekar en til N-Kóreu.
Bestu kveðjur,

Tóta, blessunarlega komin til Iran

Kazakstan-Uzbekistan

Við komum inn til Alma Ati gegnum frekar eyðilegt landslag, flatt og sendið. Alma Ati er hinsvegar hvorki flöt né sendin. Borgin er öll á brattan og skipulögð eins og Nýja Jórvík. Breiðgöturnar Lenin, Karl Marxs, Furmanov, Kommunistchesky og Seyfullin, sem nú hafa allar fengið ný Kasösk nöfn skera borgina frá norðri til suðurs, smærri spámenn fá nöfn sín á þvergöturnar.
Borgarstæðið er gríðar fallegt, til suðurs standa snæviþakin Zailiynski Alatau fjöll og til norðurs hinar frægu endalausu steppur Kazakstan. Borgin ber minjar 200 ára setu Rússa, fallegar pastellitar 19. aldar byggingar setja svip sinn á borgina. Sannarlega eru Sovésk áhrif sjáanleg, en þó ekki í þeim mæli sem ég hélt. Borgin er evrópskari en ég átti von á, fólkið fallegt, hefur ekki sérstakan mogólskan svip enda blandað slövum til 300 ára, klæðaburður evrópskur og sérstaklega hjálpsamt og elskulegt.
Hótelið sem við bjuggum á var svo sem hvorki fugl né fiskur, en hreint. Plúsinn var að svalirnar snéru í suður svo morgun sýnin var í fjarska hin fögru fjöll og í nærmynd, beint fyrir neðan hótelið hinn frægi Zelyony Bazar. Það er stærsti matarmarkaður borgarinnar og hann vaknar til lífs klukkan0700 og lokar klukkan 1900.
Við gengum borgina þvera og endilanga og tókum kláfferju upp á Kök Töbe, eða grænuhæðir til að njóta útsýnis og borða. Við stoppuðum ekki nena einn dag svo við undum okkur engrar hvíldar en stoppuðum þó til að leyfa strákunum að komast á internet. Kasakkar eru ekki kúgaðri en svo að internet er auðfengið og wi fi kaffihús á hverju horni. Það er kanske ekki lýðræði í þeim skilningi og við viljum endilega hafa og spilling, segja bækurnar, er gríðarleg.
Við keyptum okkur svo pylsur,ost,graslauk,svart brauð og kirsuber og þá var okkur ekkert að vanbúnaði að halda ferðinni áfram til Uzbekistan. Hinar gríðarvíðu steppur Kazakstan eru fallegar, hjarðir sauðfjár og geita á beit undir eftirliti fjárhirða, hestastóðin voru hinsvegar ekki undir eftirliti eins né neins nema skaparans og var það fögur sjón að sjá stóðin hlaupa um slétturnar í kvöldsólinni.
Leggurinn Kazakstan-Uzbekistan var hinsvegar hvorki einfaldur né átakalaus. Á lestarstöðinni tók á móti okkur maður sem ók okkur að landamærunum. Við létum hann fá umslag með peningum frá ferðaskrifstofunni til að greiða fyrir á landamærunum. Hann talaði stöðugt í síma á leiðinni og greinilegt að það var verið að skipuleggja hverjum ætti að múta. Við áttum tiltölulega greiða leið út úr Kazakstan en það er ekki alltaf til bóta að hafa diplómatískan passa....og þó.
Svo tók við troðningur og þvaga af gulltenntu fólki og ekkert gerðist í 30 mínútur og við skildum hvorki upp né niður í en svo voru hliðin opnuð og fólkið streymdi í næstu þvögu. Okkur var ekki sérlega skemmt við tilhugsunina um að þurfa að standa í þvögu í 45°c og sól og undum okkur að karli með hatt og veifuðum pössunum. Eftir það hrökk vélin í gang og greinilegt að mútuféð kom að góðum notum fyrir okkur, engin þvaga, engar biðraðir, ekkert vesen. Uzbeskir embættismenn eru skv. bókum þeir allra spilltustu í Mið Asíu.
Á móti okkur tók hinn geðþekki Airat, hans hlutverk var að koma okkur á brautarstöðina í Taskent. Hann ók okkur strax heim til sín svo við gætum komist á klósett og þvegið okkur, bar í okkur te og melónur, brauð og sultu og var hinn almennilegasti. Svo var haldið til Taskent. Á brautarstöðinni fengum við okkur plov og komum okkur fyrir í vip salnum( meðan við biðum eftir agent frá ferðaskrifstofunni sem átti að færa okkur lestarmiða til Samarkand. Strákarnir sofnuðu báðir í hægindastólunum meðan við, hin ábyrgu, settum tölvur og síma í hleðslu og gengum frá viðskiptum.
Í ljós kom að lestin átti ekki að fara fyrr en um kvöldið svo við höfðum nokkra klukkutíma til að skoða Taskent. Það hafði ekki verið á planinu svo við vorum óundirbúin en skelltum töskunum í geymslu, vöktum strákana og stukkum í metróinn beint á Chorsu basarinn. Ef það er ætt og vex í Uzbekistan, þá er það á þessum markaði. Stæður af litríkum kryddum, korni,mjólkurafurðum,brauði, grænmeti, ávöxtum kjöti og sætindum fylla þennan litríka basar og gulltenntar kerlingar með skuplur og karlar með chapan hattinn svarta brosa og hlæja, spyrja hvaðan við komum skella svo uppur og segja Reykjavík og Eyjafjallajökull. Við undum okkur lengi þar en tíminn var naumur og næsta stopp var Safn Amir Timors. Eftir að hafa fengið leiðbeiningar heimamanna tókum við strætisvagn í miðbæinn og nutum vel svalans í safni um föður allra Uzbeka og kóng yfir þriðja stæsta veldi heims. Fyrstur var Alexander, þá kom Gengis Kahn með sína landvinninga og svo Tímor hvers veldi náði frá Egyptalandi til Indlands.
Taskent er falleg borg ( það sem maður nær að sjá á nokkrum klst) en nokkuð ecclastisk. Stórt nýtt torg með glæsibyggingum og stórum glæsikerrum sker sig sárlega frá lágreistum húsum og hestakerrum gamla hverfisins. Almenningssamgongur godar og hreinar.
Við komum svo til Samarkand um miðnætti og vorum sótt og skutlað á hótelið sem var fallegt og notalegt lítið hótel í hjarta borgarinnar. Við vorum ein og nutum því 100% athyggli starfsfólksins sem hljóp í kringum okkur brosandi og lágmælt. Dagarnir liðu í stífu prógrammi því margt er að skoða í þessu skríni silkileiðarinnar, sagan á hverju horni , Ulugbek medrassan, stjörnufræði, stærðfræði og heimspeki , minnisvarðar miðalda svo stórkostlegir að ég læt skáldum eftir lýsingarnar,
„ We travel not for trafficking alone,
By hotter winds our fiery hearts are fanned,
For lust of knowing what should not be known
We take the Golden Road to Samarkand.“
J.E. Flecker.

Á kvöldin sátum við undir stjörnuhimni og spiluðum actionary, erum öll orðin frekar flink í líkamlegri tjáningu, mikið hlegið og gaman að vera til.
Eftir þrjá daga í Samarkand var tími til kominn að halda áfram til Buchara sem er heilagasta borg Mið Asíu, þar hefur verið samfelld byggð í 1000 ár og gamli hlutinn minnir svolítið á Damaskus, hálfdrukkin og dulítið úr sér gengin leirhúsin setja svip sinn á borgina, hún er skínandi hrein og ber þennan brúna eyðimerkurlit miðausturlanda. En þegar komið er innfyrir hurðina þá brestur á með litadýrð, gosbrunnum og austrænni fegurð.
Við fengum leiðsögumann sem var talsvert höll undir Uzbekistan, allt sem einhvers virði var reyndist þegar grannt var skoðað af Uzbeskum rótum runnið.
Uzbeskar konur ganga í síðum skyrtum og buxum í stíl, mér sýndust þær talsvert á þverveginn og áberandi gulltenntar en glaðlyndar og kurteisar. Og nú var komið að drama ferðarinnar, fótbolta.
Við höfðum altså fundið á interneti hvenær fótboltaleikur í undanúrslitum færi fram, vorum búin að borða, kaupa bjór og hnetur, sest niður til að horfa á leikinn, búið að skipta í lið og allt tilbúið. Allt fór vel i fyrstu en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður fór rafmagnið af hótelinu!

Starfsfólk kom hlaupandi með kerti og sagði að trúlegast kæmi rafmagn á aftur innan skamms. Við settumst út og nutum stjörnuhiminsins. Fljótlega brast þó þolinmæði karldýranna og þeir færðu sig yfir á stórt hótel sem var upplýst eins og jólatré, ég varð eftir og hlustaði á Cohen. Rafmagnið var ekki komið þegar við fórum á hádegi næsta dags.
Tími til kominn að halda áfram eftir tveggja daga stopp og okkur ekið að landamærunum að Turkmenistan. Ekkert vandamál, við þutum í gegnum þrjú kontról eins og ekkert væri Uzbeka megin og svo tók við kílómeters ganga með farangur í brennandi eyðimerkursólinni, það var svolítið erfitt. Turkmenar tóku okkur vel, allt hreint og fínt, einstaklega hjálpsamir og brosandi landamæraverðir sögði einum rómi,“ velkomin til Turkmenistan“. Lestarferðin til Ashgabad gekk snuðrulaust, þangað komin beið okkar Mergen, ungur Turkmeni sem er okkar kontaktur hér en verandi á transit vísa þurfum við ekki að hafa leiðsögumann.
Kveðja frá Ashgabad
Tóta
 
Free counter and web stats